Guðmundur Kjartansson í Hörpu. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Guðmundur Kjartansson (2448) hefur byrjað afar vel á alþjóðlega mótinu í El Prat de Llobregat á Spáni sem nú er í gangi. Gummi hefur hlotið 4½ vinning að loknum sex umferðum. Í gær vann hann spænska stórmeistarann Julen Luis Arizmendi Martinez (2493).

Vignir Vatnar Stefánsson (2341), sem tekur einnig þátt, hefur 2 vinninga.

Mótinu er framhaldið í dag.

- Auglýsing -