Eins og stundum áður hefur pistlahöfundur sett saman nokkur skákdæmi fyrir jólin. Dæmin eru trúlega í strembnari kantinum en nefna má að dæmi nr. 2 og 4 eru fengin úr heimsmeistarakeppninni í skákdæmalausnum sem haldin var í Ohrid í Makedóníu í september 2018. Þar mættu til leiks margir valinkunnir kappar með enska stærðfræðinginn og stórmeistarann John Nunn fremstan í flokki. Hann á oft í harðri keppni við Pólverja sem eru afar harðir í horn að taka á þessu sviði.

1. Höfundur ókunnur Hvítur leikur og mátar í 2. leik
2. Albert Wolkman, 1950 Hvítur leikur og mátar í 2. leik.
3. Sam Lloyd, 1864 Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

4. Fuss/Möller, 1928 Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

5. W. Shinkman, 1872 Hvítur leikur og mátar í 4. leik.

6. Oleg Pervakov, 2019 Hvítur leikur og vinnur.

HM í atskák og hraðskák

Heimsmeistarakeppnin í atskák, 15-10, og hraðskák, 3-2, fer fram í Moskvu dagana 25.-30. desember. Mótið verður sett á jóladag en keppnin í atskák fer fram 26.-28. desember, fimm umferðir dag hvern. Taflið hefst kl. 12 að íslenskum tíma alla þrjá keppnisdagana. Þar eru tefldar 15 umferðir.

HM í hraðskák stendur svo yfir dagana 29. og 30. desember, alls 21 umferð. Keppnin hefst kl. 12 að íslenskum tíma fyrri daginn en kl. 11 seinni daginn.

Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á ýmsum vefsvæðum og má nefna Chess24.com, ICC og Chessbomb.com. Búast má við þátttöku bestu skákmanna heims og meðal keppenda verður heimsmeistarinn Magnus Carlsen.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 21. desember 2019

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -