Sigga, Liss,, Tinna, Hrund, Lenka, Jóhanna og Gulla á síðustu æfingunni fyrir ferðina til Prag. Auk þeirra teflir Sigurlaug á Íslandsmótinu.

Prague Open hófst í gær í höfuðborg Tékklands, Prag. Sjö íslenskar landsliðskonur taka þátt í mótinu. Segja má að flestir íslensku keppendirnir hafi byrjað prýðilega

Fyrsta umferð fór fram í gær. Allar landsliðskonurnar nema Lenka tefldu upp fyrir sig. Lenka Ptácníková (2076) vann sína skák og það gerði líka Sigríður Björg Helgadóttir (1659) sem vann andstæðing sem var 400 stigum hærri.

Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958) gerði jafntefli við úkraínska FIDE-meistarann Yulian Malovanyi (2360).

Önnur umferð fór fram í morgun. Lenka gerði jafntefli FIDE-meistarann Jagadeesh Siddharth (2301) og Guðlaug átti aftur jafntefli við FIDE-meistara að þesu sinni hinn tékkneska Tomas Ludvik (2272).  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929) vann sína skákir en aðrar töpuðu fyrir stigahærri andstæðingum.

Þriðja umferð hefst kl. 15.

Adam (1241) og Josef Omarssynir (1097) tefla í b-flokki og hafa báðir byrjað frábærlega. Josef hefur 1½ og Adam hefur 1 vinning. Báðir hafa þeir teflt við mun stigahærri andstæðinga í öllum skákunum.

 

- Auglýsing -