Annað kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20:00 á Stofunni (Stofan Café), Vesturgötu 3, 101 Reykjavík mun fara fram pub quiz, skáktengd spurningakeppni. Ekkert kostar að vera með og eru allir velkomnir!

 

Umsjónarmenn verða Elvar Örn og Arnar Ingi.

 

Notast verður við Kahoot-appið, sem er í senn einfalt og þægilegt í notkun, gestir eru beðnir að mæta með síma sína ágætlega vel hlaðna (50%+).

 

2-3 verða saman í liði og hægt verður að mynda lið á staðnum eða ákveða lið fyrirfram. Fjöldinn allur af taflsettum verður á staðnum svo hægt verður að grípa í tafl eftir á. 

 

Spurningaflokkar verða af ýmsu tagi, m.a. tengdar íslensku skáklífi og skáksögu Íslands en líka almennum fróðleik heimsskáksögunnar. Einnig listasöguskákspurningar, kvikmyndatengdar skákspurningar ofl. sem tengist skák ef maður fylgist með skákfréttum eða mótum innanlands sem og í heiminum undanfarin ár (og lengra aftur í tímann), stöðumyndir, endataflsfræði, þrautir, tóndæmi og tónlist tengd skák. Erfiðleikastig spurninga verður misjafnt en algjörlega eitthvað við hæfi allra.

 

Fleira verður ekki gefið upp að sinni, sjáumst hress.

- Auglýsing -