B-flokki Skákhátíðar MótX lauk í gærkveldi. Guðni Stefán Pétursson (2026), Pétur Pálmi Harðarson (2027) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1929) urðu efst og jöfn með 5½ vinning í umferðunum sjö. Guðni Stefán hafði sigur í flokknum eftir oddastigaútreikning. Hann og Pétur Pálmi fá keppnisrétt í a-flokkinn að ári.

Röð efstu manna

Lokastaðan á Chess-Results.

A-flokkur

Viðureignunum á fjórum efstu borðunum var frestað og fara fram á mánudagskvöldið. Úrslitin eru því óráðin á mótinu. Úrslit að öðru leyti urðu sem hér segir:

Staðan á Chess-Results.

- Auglýsing -