Hannes vann Krejci í fimmtu umferðinni. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2529), gerði jafntefli við pólska stórmeistarann Mateusz Bartel (2639) í sjöttu umferð áskorendaflokks skákhátíðarinnar í Prag. Hannes hefur 4½ vinning og er efstur. Bartel er annar með 4 vinninga. Hefur unnið allar skákirnar með hvítu og gert jafntefli í öllum með svörtu.

Stöðuna má finna á Chess-Results.

Sjöunda umferð fer fram í dag. Þá teflir Hannes við aserska stórmeistarann Nijat Abasov (2670) sem er stigahæstur keppenda.

Í áskorendaflokknum tefla tíu keppendur og þar af átta stórmeistarar. Hannes er áttundi í stigaröð keppenda en meðalstigin eru 2586 skákstig. Þess má geta að Hannes er elstur keppenda á skákhátíðinni.

- Auglýsing -