Helgi í þungum þönkum.

Tólf íslenskir skákmenn hófu taflmennsku á alþjóðlega mótinu í Kragerö í Noregi sem hófst í gær. Níu í a-flokki en þrír í b-flokki. Um er að ræða “túrbó-mót”, þ.e. tefldar eru tvær umferðir á dag. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2403) hefur byrjað best íslensku keppendanna og hefur fullt hús eftir fyrsta keppnisdag.

Staða íslensku keppendanna eftir fyrsta keppnisdag er sem hér segir

A-flokkurinn

  • GM Helgi Áss Grétarsson (2403) 2 v.
  • IM Davíð Kjartansson (2356), FM Jón Kristinn Þorgeirsson (2269), FM Hilmir Freyr Heimisson (2250) 1 v.
  • CM Bárður Örn Birkisson (2186), Stefán Bergsson (2172), Gauti Páll Jónsson (2027) og FM Vignir Vatnar Stefánsson (2323) ½ v.
  • Guðni Stefán Pétursson (2026) 0 v.

B-flokkurinn

Erlingur Jensson (1611), Þórður Guðmundsson (1553) og Héðinn Briem (1672) 1 v.

Tvær umferðir eru tefldar í dag. Umferðirnar hefjast kl. 09:15 og 14.45

- Auglýsing -