Dagur Ragnarsson hefur verið sjóðheitur á Skákhátíð MótX. Mynd: IÞJ.

FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2400) byrjaði skrykkjótt á alþjóðlega mótinu í Montreal og hafði bara einn 1 vinning eftir fjórar umferðir.  Í fimmtu umferð, sem tefld var í gær, vann hann sinn fyrsta sigur þegar hann lagði bandaríska FIDE-meistarann Justus Williams (2340). Hann hefur því 2 vinninga.

Upplýsingar um árangur Dags á mótinu má finna á Chess-Results.

Tefldar eru tvær skákir á dag. Sú fyrri hefst kl. 15.

- Auglýsing -