Kristófer útbreyðir fagnaðarerindið!

Kristófer Gautason heimsótti Bláskógaskóla í Reykholti nú fyrr í febrúarmánuði. Er þetta fræðsluverkefni sem Skáksamband Íslands stendur fyrir sem hófst nú fyrir áramót. Tilgangur með heimsóknunum er að skilja eftir í skólanum þekkingu á hvernig megi kenna skák og standa að skákstarfi í skólum.

Var boðið uppá skákkennslu fyrir miðstig og tóku um 25 krakkar þátt í skáktímanum, skólastjóri og fleiri áhugasamir kennarar fylgdust með kennslunni. Voru nemendur virkilega áhugasamir og þekktu vel til skákarinnar. Í upphafi tímans var lögð áhersla á svokallaða „Mini games“ þar sem farið var í peðaskák, riddaraskák, köttur og mús o.fl., en er þá notast við færri taflmenn í hvert skipti.

- Auglýsing -