Margeir Pétursson að tafli.

HM öldungasveita hófst í gær í Prag í skugga Convid-19 veirunnar sem setur mikinn svip sitt á skáklíf landans og út í hinum stóra heimi síðustu daga. Um 10 lið af 110 hættu við þátttöku í Prag auk þess sem einhverjir einstaklingar í einstaka sveitum hættu við þátttöku.

Íslenska liðið lét ekki bilbug á sér finna og mætti til leiks. Liðið er ákaflega vel skipað. Fyrir Íslands hönd tefla stórmeistararnir Margeir Pétursson (2466) og Þröstur Þórhallsson (2423), alþjóðlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2324) og FIDE-meistararnir Guðmundur Gíslason (2322) og Ágúst Sindri Karlsson (2268). Íslenska er hið sjötta sterkasta af 55 liðum í flokki 50 ára og eldri og er alls líklegt.

Sannfærandi sigur vannst á tékkneskri sveit 3½-½ í fyrstu umferð. Fyrirstaðan kannski ekki mikil enda andstæðingarnir á stigabilinu 1882-2101. Mikilvægt þó að byrja vel.

Önnur umferð fer fram í dag. Þá teflir strákarnir við aðra tékkneska sveit. Sú sveit er töluvert sterkari en lið í gær. Liðsmennirnir þar eru á stigabilinu 2048-2212.

- Auglýsing -