Rússanir brugðu á leik við upphaf skákar. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Fabiano Caruana (2842) og Maxime Vachier-Lagrave (2767) unnu báðir í annarri umferð áskorendamótsins í skák sem fram fór í Katrínarborg í Rússlandi í kvöld.

Þeir eru nú efstir með 1½ vinning ásamt Ian Nepomniachtchi (2774) og Wang Hao (2762) sem gerðu báðir jafntefli í dag.

Mótið hefur byrjað afar fjörlega og er jafnteflishlutfallið aðeins 50% að loknum tveimur fyrstu umferðunum.

Skák er ekki alltaf skemmtileg. Mynd: Lennart Ootes/FIDE.

Caruana vann sannfærandi sigur á Kirill Alekseenko (2698) og það gerði MVL einnig gegn Ding Liren (2805) sem hefur byrjað með tveim töpum. Menn hafa komið með alls skýringar. Grischuk kannski þá skrautlegustu.

Nepo og Grischkuk gerðu jafntefli (2777). Anish Giri mátti teljast ljónheppinn að sleppa með jafntefli gegn Wang Hao (2762).

Félagarnir gleymdu sér í lok skákarinnar og tókust í hendur. Mynd: Lennart Ootes/FIDE

Úrslit 2. umferðar

 

 

Pörun 3. umferðar (kl. 11 á morgun)

Sjá nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -