Stjórn Launasjóðs stórmeistara í skák telur í ljósi COVID-19 ástandsins og frestunar eða aflýstra skákmóta, s.s. Reykjavíkurskákmótsins, að mun erfiðara verði fyrir skjólstæðinga Launasjóðs stórmeistara að standa við frumskyldu sína sem er að helga sig skáklistinni með því að tefla 70 kappskákir á ári.​

Er það mat stjórnar Launasjóðsins að á meðan ástand mála er eins og það er í dag að mikilvægt sé að meta stórmeisturum það í vil ef þeir taki þess í stað virkan þátt í skáklífi landsins hvort sem er með enn frekari þjálfun, þátttöku í innlendum netskákmótum eða þátttöku í skákviðburðum á netinu. Að stórmeistarar verði virkir í íslensku skáksamfélagi. ​​

Stjórn Launasjóðsins mun horfa til þessara atriða þegar störf stórmeistara verða metin eftir árið 2020.

Virðingarfyllst,

Einar Gunnar Einarsson, formaður stjórnar

Tinna Kristín Finnbogadóttir, stjórnarmaður

Halldór Grétar Einarsson, stjórnarmaður

- Auglýsing -