Vignir gjörsamlega eyddi netmótinu í gær. Mynd: Heimasíða TR.

Þriðja mótið í sóknar-netsyrpu skákhreyfingarinnar var það fjölmennasta hingað til. 49 skákmenn tóku þátt á mótinu. Teflt var eftir Arena-fyrirkomulagi með tímamörkunum 3+2 en þá er teflt samfleytt í tvo tíma. Raðað strax að lokinni hverri skák. Keppendur geta teflt mismargar skákir. Stig fást fyrir vinninga og einnig fyrir margar skákir unnar í röð.

Vignir Vatnar Stefánsson gjörsamlega eyddi mótinu. Hlaut 87 stig. Vann 23 skákir og gerði eitt jafntefli! Hjörvar Steinn Grétarsson varð annar með 66 stig og Róbert Lagerman þriðji með 47 stig.

Lokastaða efstu manna

  1. FM Vignir Vatnar Stefánsson 87 stig
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson 66 stig
  3. FM Róbert Lagerman 47 stig
  4. Pétur Pálmi Harðarson 43 stig
  5. GM Jóhann Hjartarson 41 stig
  6. FM Guðmundur Gíslason 37 stig
  7. Símon Þórhallsson 37 stig
  8. FM Sören Bech Hansen 32 stig
  9. Alexander 31 stig
  10. tda18 31 stig

Næsta mót

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

- Auglýsing -