Jafntefli varð í skák MVL og Grischuk. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Öllum skákum fjórðu umferðar áskorendamótsins í skák, sem fram fór í Katrínarborg í Rússlandi í dag, lauk með jafntefli. Maxime Vachier-Lagrave var nærri því að leggja Alexander Grischuk að velli en klikkaði á því að tefla of hratt í tímahraki andstæðings og Rússinn hékk á jafntefli.

Það verður ávallt mynd af Nepo með öllum fréttum áskorendamótsins – loforð ritstjórans – enda myndast enginn keppandi betur. Maria Emelianova/Chess.com

 

Skákum Caruana og Nepo, Wang Hao og Alekseensko, og Ding Liren og Anish Giri lauk líka með jafntefli.

Séð yfir keppnissalinn. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Nepo, MVL og Wang Hao er því sem fyrr efstir og jafnir.

Sjá nánar á Chess.com.

Í fimmtu umferð sem fer á morgun og hefst kl. 11 mætast: Giri-Caruana, Grischuk-Ding, Alekseenko-Vachier-Lagrave, Nepomniachtchi-Wang

 

Nepo fær tvær myndir í dag. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com
- Auglýsing -