Vegna þess að mótum í raunheimum á vegnum Skáksambandsins og taflfélaganna mun fækka næstu tvo mánuðina þá höfum við ákveðið að fjölga Skólanetskákmótunum þannig að þau verða nú vikulega á sunnudögum til 10.mai.
Einnig er búið að ákveða að bæta í verðlaunapottinn. Núna eru tveir ferðavinningar að verðmæti 50þús hvor.
Sá fyrri er fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis er hægt að vinna einn ferðavinning.
Níunda umferð mótaraðarinnar fer fram sunnudaginn 22. mars kl. 17:00. Tefldar verða sjö umferðir með 4 mínútna umhugsunartíma og 2 sek viðbót við hvern leik. Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18:30.
Tengill á mótið: https://www.chess.com/live#t=1159568
Heimasíða mótsins: https://www.chess.com/club/skolanetskak
Staðan í mótaröðinni: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1e_gT5iMttLxLLdPWLHZeybdmbXsfSWJqotTvW7s4Kao/edit?usp=sharing
Þið megið svo hvetja fleiri til að vera með, fimm bestu mótin telja í aðalverðlaun vetrarins og mörg mót enn eftir!
Sérstaklega langar okkur til að fá sem flesta af landsbyggðinni því þetta er kjörinn vettvangur fyrir þá til að spreyta sig.
Dagskráin fram á vorið:
- Sunnudaginn 15.mars kl 17-18:30
- Sunnudaginn 22.mars kl 17-18:30
- Sunnudaginn 29.mars kl 17-18:30
- Sunnudaginn 5.apríl kl 17-18:30
- Sunnudaginn 12.apríl kl 17-18:30
- Sunnudaginn 19.apríl kl 17-18:30
- Sunnudaginn 26.apríl kl 17-18:30
- Sunnudaginn 3.mai kl 17-18:30
- Sunnudaginn 10.mai kl 17-18:30