Metþátttaka var á níunda Skólanetskákmótinu og tóku 55 grunnskólanemendur þátt. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 8.bekk Snælandsskóla vann í jöfnu og sterku móti.

Úrslitin: https://www.chess.com/tournament/live/skolanetskak—mars3-1159568

Teflt var í einum flokki, en sigurvegarar urðu þeir sem náðu bestum árangri í hverjum bekk.

Alls verða mótin sextán í vetur og þeir sem bestum árangri keppa um tvo ferðavinninga að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fyrri ferðavinningurinn er fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis er hægt að vinna einn ferðavinning.

Gefin eru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlýtur 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlýtur 1 stig.

Næsta mót verður sunnudaginn 29.mars kl 17:00.

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Staðan í mótaröðinni   (á eftir að klára að setja síðasta mótið inn)

- Auglýsing -