Okkar maður, Nepo, lagði Wang Hao að velli. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Ian Nepomniachtchi var eini sigurvegari dagsins þegar hann vann Wang Hao í fimmtu umferð áskorendamótsins í skák í Katrínarborg í Rússlandi. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Anish Giri var nærri því að leggja Fabiano Caruana að velli en tókst ekki skipta upp um gír.

Maxime Vachier-Lagrave er annar hálfum vinningi á eftir Nepo eftir jafntefli í við Kirill Alekseenko í fjörugri fórnarskák. Ding Liren og Alexander Grischuk gerðu svo einnig jafntefli.

Lýsandi mynd fyrir mótið. Nepo í forgrunni, Grischuk of seinn og í öryggistékki og á myndinni má grilla í konu með grímu. Maria Emelianova/Chess.com.

Eins og áður hefur komið fram í fréttaflutningi er mótshaldið mjög umdeilt og í dag bætist Alexander Grischuk í hóp þeirra sem gagnrýna mótshaldið. Á Chess.com er eftir honum haft.

“My form is terrible. I don’t want to play at all with this situation. When it was the beginning I didn’t have a clear opinion but now already for several days, I have a very clear opinion: that it should be stopped, this tournament. The whole atmosphere is very hostile. Everyone is with masks, also more security and so on…”

“For me, it’s very difficult. I just don’t want to play, don’t want to be here. Considering this, I am quite happy with my result but overall, it’s no coincidence that everything else has stopped. We are the only one left, the only major sport event in the world. I think it should be stopped and postponed.”

Febiano Caruana hefur eðli málsins áhyggjur af því að komast heim en bandarísk yfirvöld hafa hvatt íbúa landsins að koma heim og flugsamgöngur liggja víða niðri. Á Chess.com er eftir Fabi.

“I am not sure I have anywhere to return to after this tournament. I might be stranded somewhere and I am not exactly sure where, because the U.S. state department said that American citizens sort of have to come back to the U.S. or won’t be able to come back if they don’t come back right now.”

Anish Giri hefur minni áhyggjur af þessu:

Rússnesk yfirvöld segja ástandið vera gott í Rússlandi en heimsmeistarinn þrettándi, Garry Kasparov, leggur lítinn trúnað á það og gagnrýnir fréttaflutning CNN. Donald Trump fær þar óvæntan bandamann en hann er yfirleitt lítt hrifinn af fréttaflutningi CNN en deilir þó ekki áliti Kasparovs á Pútin.

Staðan eftir sjöttu umferð

Sjá nánar á Chess.com.

Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11. Þá mætast: Grischuk-Caruana, Alekseenko-Giri, Nepomniachtchi-Ding, Wang-Vachier-Lagrave.

- Auglýsing -