Sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur,  Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellsbær héldu í dag netskákmót á www.chess.com fyrir alla grunnskólanemendur í sínu sveitarfélagi.

Voru mótin í dag þau fyrstu í röð móta sem verða tvisvar sinnum í viku næstu misserin. Mótunum var komið á, í samstarfi við skákkennara á höfuðborgarsvæðinu, til þess að koma sérstaklega til móts við öll þau börn á grunnskólaaldri sem eru í íþrótta- og tómstundastarfi sem liggur nú niðri. Algjör sprenging varð í þátttöku sem fór langt fram úr vonum, en alls tefldu 177 börn á mótunum í dag! Mest var þátttakan í flokki grunnskólanemenda í Reykjavík eða 104 keppendur. Keppendur frá Kópavogi voru 38, frá Mosfellsbæ voru 13, frá Garðabæ 12 og alls 10 frá Hafnarfirði.

Mótin verða tvisvar sinnum í viku hér eftir, á fimmtudögum frá kl. 16:30-17:30 og á laugardögum frá kl. 11:00-12:00. Tefld eru svokölluð Arena-mót með tímamörkunum 4 mín + 2 sek.

Sigurvegarar mótanna í dag voru:

Kópavogur

 1. Gunnar Erik Guðmundsson
 2. Birkir Hallmundarson
 3. Katrín María Jónsdóttir

Hafnarfjörður

 1. Bjarki
 2. Hlynur Björnsson
 3. Hlynur

Mosfellsbær

 1. Davíð Fannar
 2. Viktor Smári
 3. Ólafur Haukur

Garðarbær

 1. Ingvar Jarl
 2. Steinar Karl
 3. Arnþór Ísar

Reykjavík

 1. Iðunn Helgadóttir
 2. Guðlaugur Heiðar Davíðsson
 3. Mrbassman

Þeir grunnskólanemendur sem hafa áhuga á því að taka þátt í næstu mótum er bent á eftirfarandi leiðbeiningar:

1) Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)

2) Gerast meðlimur í hóp síns sveitafélags:

3) Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com.

Næsta mót verður Laugardagsmót 28. mars kl. 11:00-12:00: https://www.chess.com/live#r=173177

- Auglýsing -