Gylfi að tafli gegn Þresti Þórhallssyni.

Gylfi Þórhallsson, heiðursfélagi í Skákfélagi Akureyrar og fyrrverandi formaður félagsins lést í morgun eftir erfið veikindi.

Gylfi var um áratuga skeið einn virkasti og öflugasti skákmeistari félagsins. Hann varð skákmeistari Akureyrar alls 13 sinnum og skákmeistari Skákfélags Akureyrar 9 sinnum. Hann vann ötullega að félagsmálum skákhreyfingarinnar; var formaður Skákfélagsins í 14 ár og sat í stjórn þess í nærfellt þrjá áratugi.

Gylfi sextugur. Heiðráður á Akureyri.

Hann naut virðingar fyrir störf sín og skákiðkun um allt land og var heiðraður fyrir störf sín af  Skáksambandi Íslands árið 2011.

Ofangreindan texti má finna af heimasíðu Skákfélags Akureyrar.

Gylfi nýkrýndur heiðursfélagi árið 2011.

Rétt er að benda á grein Helga Ólafssonar um Gylfa árið 2011 skömmu eftir að hann var krýndur heiðursfélagi.

Grein Helga Ólafsson í Morgunblaðinu frá 2011 um Gylfa.

Minningu Gylfa verður gerð betri skil hér á Skák.is á næstu dögum.

 

- Auglýsing -