Gylfi að tafli gegn Jóni Viktori Gunnarssyni árið 2013.

Gylfi Þórhallsson lést í gær. Skákmenn minnast Gylfa með miklum hlýhug enda setti hann mikinn lit á skáklífið – ekki síst Norðanlands. Hann var kjörinn heiðursfélagi Skáksambands Íslands árið 2013.

Hann langfrægasta skák er án efa sigurskák hans gegn stórmeistaranum Thomas Ernst í Gausdal 1992. Þar yfirspilar Norðlendingurinn stórmeistaranum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Skákin var meðal þeirra sem tilnefnd var skák aldarinnar árið 2000.

Ingvar Þór Jóhannesson hefur skýrt skákina fyrir Skák.is.

- Auglýsing -