Vignir Vatnar að tafli á Akureyri í sumar Mynd, Heimasíða SA.

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann sigur á KR-hraðskákmótinu á Chess.com í gær. Upp komu viss tæknivandamál og voru aðeins 8 umferðir tefldar en ekki níu. Lokastaðan þarf því ekki að vera fullkomlega rétt.

Samkvæmt lokastöðunni á Chess.com varð FIDE-meistarinn Róbert Lagerman annar og Batel Goitom Haile varð í þriðja sæti. Guðmundur Gíslason virðist hafa verið fórnarlamb þessarar bilunar og er aðeins skráður í 22. sæti en var með 7 vinninga og ætti væntanlega með réttu að vera skráður í annað sæti.

Röð efstu manna

 1. FM Vignir Vatnar Stefánsson 8 v.
 2. FM/IA/FT/IO Róbert Lagerman 6,5 v.
 3. Batel Goitom Haile 6 v.
 4. CM Halldór Brynjar Halldórsson 6 v.
 5. Tómas Veigar Sigurðarson 5,5 v.
 6. FM Halldór Grétar Einarsson 5 v.
 7. WGM Lenka Ptácníková 5 v.
 8. JMackieqpr 5 v.
 9. Halldór Pálsson 5 v.
 10. Hrafn Arnarsson 5 v.
 11. Jon Baldur L´Orange 5 v.

Lokastaðan og skákir mótsins

Sóknin heldur áfram í kvöld þegar Þriðjudagsmót TR fer fram.

Nánar um íslenska netskák. 

- Auglýsing -