Af 28 stórmeisturum sem tefla í mótinu eru 10 íslenskir. Jóhann Hjartarson (Víkingaklúbbnum) er einn þeirra.

Það er mikil spenna á Norðurlandamóti skákfélaga. Þegar þrem umferðum af sjö er lokið hafa fjórir klúbbar fullt hús stiga, 12 stig, þ.e. unnið allar sínar viðureignir. Þar á meðal eru sveitir Íslandsmeistara Víkingaklúbbsins og SSON. Auk þeirra hafa norskur klúbbur og danskur klúbbur fullt hús stiga.

Staðan.

Ýmislegt gekk á dag og alls konar tæknilegir erfiðleikar voru að stríða mótshöldurum. Fæstir voru þó vegna hirðuleysis mótshaldara heldur voru þeir vegna þess að Chess.com hefur ekki náð fullkomlega að bregðast við stórauknu álagi á vefþjónin undanfarið af ástæðum sem ekki þarf að fjölyrða um. Síðari umferð dagsins gekk hins vegar miklu betur.

Íslenskum félögum hefur gengið vel og meða tíu efstu liðanna má finna sex íslensk. Skákfélag Akureyrar er skammt undan toppliðunum en klúbburinn hefur 11 stig eftir frábær úrslit gegn danka klúbbnum Skanderborg. Taflfélag Reykjavíkur, Skákfélagið Huginn og sveit Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness hafa 10 stig.

Í dag, laugardag, eru tefldar tvær umferðir. Hefjast þær kl. 11 og 14:30.

Skáksamband Íslands stendur fyrir mótshaldinu í samvinnu við hin norrænu skáksamböndin og Chess.com.

- Auglýsing -