2. umferð Nethraðskákkeppni Skákklúbba fer fram á morgun, laugardag kl. 13. Telft er í 90 mínútur með “Team Battle” fyrirkomulagi. Tímamörk eru 3+2 og er parað eftir “Arena” fyrirkomulagi.

Staðan


REGLUR KEPPNINNAR

Nethraðskákkeppni Skákklúbba fer fram á vefsíðunni Lichess.org.

Keppnin er ekki hin formlega “Hraðskákkeppni taflfélaga”. Þessi keppni er ný og var skipulögð til þess að bjóða upp á skemmtilegar nýjungar í mótaþurrð vorsins. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið “Nethraðskákmeistari Skákklúbba”.

Tefld eru fimm mót, á laugardögum kl. 13:00 – 14:30. Fyrsta mótið fer fram laugardaginn 18. apríl og síðasta mótið fer fram 16. maí.

Fyrirkomulag

Keppnin er liðakeppni sem er tefld með svokölluðu “Team Battle” kerfi á vefsíðunni Lichess.org. Hægt er að tefla með tölvu, síma eða spjaldtölvu. Staðan í mótinu á hverjum tíma sést best með því að nota tölvu.

Tefld er hraðskák með tímamörkunum 3+2. Parað er eftir svokölluðu “Arena kerfi” og fá keppendur 2 stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fleiri stig fást fyrir að vinna margar skákir í röð. Keppendur eru ekki paraðir gegn eigin liðsmönnum, aðeins gegn öðrum félögum.

Stigagjöfin er þannig: Bónusstig fást fyrir að vinna margar skákir í röð. Jafnframt er hægt að smella á “berserk” takka áður en leik er leikið í skákinni, en þá fær keppandi aðeins 90 sekúndur á alla skákina og engan viðbótartíma. Berserk gefur aukastig fyrir skákina.

Reiknuð verða út GP stig eftir hverja umferð, en efsta liðið fær 12 stig, næstu 10, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1. Lokakeppnin gildir tvöfalt.

Liðið sem er með flest stig eftir lokaumferðina þann 16. maí n.k. vinnur. Verði lið efst og jöfn, gilda samanlögð stig liða úr öllum umferðunum 5.

Þátttökuréttur

Klúbbum er frjálst að stilla upp eins fjölmennu liði og þau geta, en stig 6 hæstu í hverju liði gilda sem heildarstig liðsins. Allir liðsmenn gegna jafn mikilvægu hlutverki, en kerfið leitast við að para keppendur með svipuð stig.

Keppendur þurfa að ganga í sitt lið á Lichess. Að því loknu geta keppendur skráð sig í mótið sjálft, en tengill á mótið verður á skak.is og einnig birtur á F-B síðunni “Íslenskir skákmenn” áður en umferðir hefjast.

Aðeins er heimilt að stilla fram tveimur erlendum keppendum í hverri umferð

Aðrar reglur

Það er með öllu óheimilt að fá aðstoð frá öðrum keppendum eða skákreiknum. Lichess skannar allar skákir. Vakni grunur um um óheimila aðstoð þá er til staðar sjálfvirkur hugbúnaður sem útilokar keppendur.

Keppendur skulu tefla undir réttum nöfnum. Heimilt er að nota gælunafn (notendanafn) en rétt og fullt nafn skal koma fram í prófíl keppenda á Lichess. Einfalt er að stilla það með því að smella á notendanafnið uppi í hægra horninu, þar á profile og þar inni er tannhjól sem er hægt að smella á. Liðsstjórum ber að gæta að því að keppendur tefli undir fullu nafni. Tefli meira en einn skákmaður án þess að gefa upp nafn verða dregin frá 10 stig frá viðkomandi liði

Gangi ykkur vel og munið að gæta að háttvísí!

- Auglýsing -