Mynd frá Chess24.

Fyrri hluti fjórðu umferðar Boðsmóts Magnúsar Carlsen fór fram í gær. Magnús (2881) er í banastuði og lagði Maxime Vachier-Lagrave (2860) að velli 2½-1½. Hefur unnið sigur í öllum fjórum einvígunum. Fabiano Caruana (2773) hafði 3-1 sigur á ungstirninum Alireza Firouzja (2703) sem hefur ekki náð að sýna sínar allra sterkustu liðar enda aðeins 16 ára.

Carlsen er efstur með 11 stig og Caruana annar með 8 stig en þess ber að geta að síðari hluti fjórðu umferðar fer fram í dag. Þá mætast annars vegar Hikaru Nakamura (2829) og Ian Nepomniachtchi (2778) og hins vegar Ding Liren (2836) og Anish Giri (2731) sem hefur engan veginn náð sér á strik á mótinu.

Fjórir efstu menn úr undanrásunum komast í undanúrslit.

Nánar á Chess24.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

- Auglýsing -