Bandaríkin komust upp í 2. sæti með góðum árangri í gær. Mynd: Chess.com.

Kínverjar hafa tryggt sér keppnisrétt í ofurúrslitum (super final) Þjóðakeppni FIDE sem fram fer á Chess.com. Kínverjarnir héldu áfram á sömu braut og unnu báðar sínar viðureiginir og þar á meðal Evrópuúrvalið sem var í öðru sæti fyrir þá viðureign. Evrópa gerði svo jafntefli við Indverja í hinni viðureign gærdagsins.

Bandaríkjamenn komust upp í annað sæti með tveimur sigrum. Annars vegar gegn Rússum og hins vegar á móti heimsúrvalinu.

Kínverjar hafa 15 stig af 16 mögulegum og hafa eins og áður sagti tryggt sér keppnisrétt í ofurúrslitunum á sunnudaginn. Hvort þeir mæti Bandaríkjunum, sem hafa 11 stig, eða Evrópuúrvalinu, sem hefur 10 stig, skýrist í dag. Liðin mætast í níundu og næstsíðustu umferð sem hefst kl. 13. Ef Bandaríkin vinna komast þeir í ofurúrslitin en ef ekki bíður þeim erfitt verkefni í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Kínjverum á meðan Evrópuúrvalið mætir heimsúrvalinu.

Mótstaflan (eftir 8 umferðir af 10)

Nánar á Chess.com. Auk þess má benda á umfjöllun á Chess24.

Tvær umferðir eru tefldar á dag dagana 5.-9. maí. Tefldar eru atskákir (25+10). Fyrri umferð dagsins, alla dagana, hefst kl. 13 og sú síðari ávallt kl. 14:45. Gefin eru tvö stig fyrir sigur í viðureignum en eitt fyrir jafntefli. Tvö efstu liðin á mótinu tefla svo til úrslita (superfinal) sunnudaginn, 10. maí.

Beinar útsendingar eru á chess.com/tv og eru í umsjón Danny Rensch og Robert Hess og fleiri góðra manna. Útsendingar hefjast ávallt kl. 12:30. Vert er einnig að benda á útsendingar Chess24.

Nánar um þjóðakeppnina í netskák.

- Auglýsing -