Magnús skömmu eftir að hafa leikið af sér manni gegn Dubov. Mynd: Chess24.

Magnús Carlsen (2881) komst naumlega áfram í útsláttarkeppni Lindores Abbey atskákmótsins en undankeppninni lauk í gær á Chess24. Magnús, sem var mjög brokkgengur, tefldi úrslitakskák í lokaumferðinni við Alireza Firouzja (2703) þar sem tap hefði þýtt að hann hafði setið eftir. Heimsmeistarinn reynist vandanum vaxinn, vann örygglega, og komst áfram í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Hikara Nakamura (2829) vann undankeppnina. Sergey Karjakin (2709) varð annar.

Lokastaðan

Grischuk, Firouzja, Duda og Wei Yi sitja eftir og halda heim! 🙂

Frídagur er í dag en útsláttarkeppnin hefst á morgun. Þá tefla þeir 4 atskákir og verði jafntefli þá tefldur bráðabani. Carlsen mætir Wesley So í átta manna úrslitum.

Útsláttarkeppnin

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -