Skáksalurinn bíður þess að það verði teflt!

Íslandsmót barnaskólasveita hefst (1.-7. bekkur) hefst kl. 11 í Rimaskóla í dag. 29 sveitir eru skráðar til leiks og er óneitanlega tilhlökkun í loftinu enda fyrsta stóra mótið hérlendis síðan samkomubann komst á.

Þar sem segir í fyrirmælum stjórnvalda um keppnir barna á grunnskólaladri að þær séu án áhorfenda biðjum við forráðamenn um að skilja við börn sín og sækja við inngang Rimaskóla. Sjoppa, þar sem boðið er upp á greiðslur með posa, verður á staðnum fyrir krakkana. Forráðamenn geta fylgst með úrslitum á vefnum og fjöldi mynda verða teknar og birtar að móti loknu á skak.is.

Úrslitaþjónusta (uppfærð eftir hverja umferð).

Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.

Íslandsmót grunnaskólasveita (1.-10. bekkur) fer fram á morgun.

- Auglýsing -