Ölduselsskóli kom sá og sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í dag í Rimaskóla en 22 sveitir tók þátt og börðust um titilinn. Þannig lauk glæsilegri og skemmtilegri skákhelgi en í gær fór fram Íslandsmót barnaskólasveita.

Mótahaldið hefur vakið mikla athygli og ýmsir fréttamiðlar hafa spurt frétta og óskað eftir myndum frá mótunum.

Í stuttu máli varð spennan á grunnskólamótinu aldrei í líkingu við æsispennuna sem varð á barnaskólamótinu. Ölduselsskóli fór vel af stað og bættu bara í forskotið jafnt og þétt þegar leið á mótið og voru í raun nánast búnir að tryggja sigurinn fyrir lokaumferðina þegar þeir leiddu með fjórum vinningum. Á endaum munaði fimm vinningum og sigurinn öruggur.

Sigursveit Ölduselsskóla skipuðu: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Birgir Logi Steinþórsson. Liðsstjóri var Björn Ívar Karlsson. Sigurinn væntanlega kærkominn þar sem Hörðuvallaskóli hafa ráðið lögum og lofum undanfarin ár. Það verður gaman fyrir þessa stráka að spreyta sig á Norðurlandamótinu.

Hér er afrit af lifandi streymi sem sent var út á “Íslenskri Skákmenn” inni á Facebook og nær frá upphafi næst síðustu umferðar og fram yfir verðlaunaafhendingu.

Úrslit á chess-results

Verðlaunahafar

Sigursveit Ölduselsskóla
Besta b-liðið, Salaskóli
2. sæti í landsbyggðarkeppninni, Flúðaskóli
Vestmannaeyjamenn sigruðu í landsbyggðarkeppninni.
3. sæti varð hluttskiptið hjá Háteigsskóla
Hörðuvallarskóli í öðru sæti, hér með liðsstjóranum Vigni Vatnari
Veitt voru verðlaun fyrir kjördæismeistara á Skólaskákmótum

 

 

Kristján skólaskákmeistari í eldri flokki og Benedikt

Fleiri myndir af keppendum má nálgast hér 

- Auglýsing -