Vormót Víkingaklúbbsins 2020.

Síðasta barnaæfing vetrarins verður mánudaginn 25. maí.  Í tilefni þess að nú skal haldið í sumarfrí, þá verður haldið Vormót Víkingaklúbbsins.  Tefldar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.30. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk þess sem þrír efstu Víkingar og þrjár efstu stúlkur fá verðlaun.  Ef veður leyfir, þá teflum við úti.

Skákstjórar verða þeir Sigurður Ingason, Gunnar Fr. Rúnarsson og Ingibjörg Birgisdóttir.

- Auglýsing -