Vegna mikillar eftirspurnar eftir skákæfingum frá iðkendum deildarinnar ætlar Skákdeild Breiðabiks að bjóða uppá tvenns konar skáknámskeið í sumar.

Sumarnámskeið hugsað fyrir lengra komna iðkendur sem hafa brennandi áhuga á skákinni, hafa keppt á skákmótum og æft með taflfélagi svo færni sé komin nokkuð á veg.  Æfingar verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og miðvikudögum frá 17.30 – 19:00 í Lindaskóla. Að auki verður eitt myndband á viku sem verður birt á föstudögum fyrir þá sem taka þátt á námskeiðinu.  Þjálfari á námskeiðinu er Birkir Karl Sigurðsson sem hefur náð frábærum árangri með iðkendum Skákdeildar Breiðabliks.  Fyrsta æfing fer fram þann 16. júní og seinasta æfingin 6. ágúst.

Skráning og nánari upplýsingar hér.

Sumarnámskeið sem haldið verður í Stúkunni við Kópavogsvöll 4 sinnum, 1 vika í senn í sumar á milli 9:00-12:00 Umsjónarmaður skáknámskeiðsins er Kristófer Gautason. Ásamt Arnari Milutin, Benedikt Briem, Stephan Briem og Vigni Vatnari. Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur og einnig lengra komna þar sem hópnum getur verið skipt í hópa eftir þörfum, þar sem þjálfarateymið er fjölmennt og góðmennt!  Á námskeiðinu er ekki aðeins setið við skákborðið því einnig er mikil útivera þar sem farið er í leiki, göngutúra og fleira þegar veður er gott.

Skráning og nánari upplýsingar hér.

- Auglýsing -