Helgi Áss að tafli í Sarpsburg í Noregi í sumar.

Þriðja umferð Norðurlandakeppninnar í netskák hófst í kvöld. Lið Reykavik Puffins hafði farið feykilega vel af stað með stórum og flottum sigrum gegn Finnum og Færeyjum. Íslenska liðið hafði í raun byrjað svo vel að það leiddi keppnina með yfirburðum eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Í þriðju umferð mættu íslensku lundarnir þó ofjörlum sínum. Illa gekk að fá “stærri fallbyssur” til leiks vegna sumarfría og því var íslenska sveitin í hlutverki lítilmagnans gegn stórskotasveit Svía.

Með Reykjavík Puffins tefldu: IM Guðmundur Kjartansson – GM Bragi Þorfinnsson – GM Helgi Áss Grétarsson og FM Dagur Ragnarsson.

Með Malmo Vikings tefldu: GM Nils Grandelius – GM Eric Blomqvist – IM Linus Johansson og GM Stellan Brynell.

Fyrstu umferðirnar voru tvísýnar en Svíarnir höfðu betur í þeim báðum 1.5-2.5 og leiddu því 3-5 í hálfleik. Fyrst umferð eftir hlé fór 0.5-3.5 fyrir Svía og viðureigninni því lokið. Svíarnir bættu aðeins við í lokaumferðinni og lokatölur urðu 5-11 fyrir sænsku sveitina.

Slæm úrslit en Reykjavíkur Lundarnir geta enn gefið í í lokaumferðunum og eiga inni marga ása í erminni!

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson stóð sig langbest Lundana og með 3.5 af 4 náði hann í heil 70% af heildarvinningum Lundana! Aðrir náðu sér ekki á strik í kvöld!

Lundarnir eru lemstraðir, en ekki lamaðir og koma sterkari í næstu viðureignir!

Hægt er að nálgast upplýsingar um keppnina hér: http://malmovikings.se/nordic-league/

- Auglýsing -