Myndskreyting: Chess24

Átta manna úrslit hófust í gær á Chassable Masters-mótinu á Chess24 með tveim einvígjunum. Magnús Carslen vann sannfærandi sigur á Fabiano Caruana 2½-½. Ian Nepomniachtchi vann Vladislav Artemiev með sama mun. Artemiev lenti í því í fyrstu skákinni að falla á tíma í jafnteflisstöðu þar sem hann missti samband við netið.

Til að komast í undanúrslit þar sigur í tveimur einvígjum.

Í dag fara fram fyrstu einvígi Ding Liren og Hikaru Nakamura annars vegar og Alexander Grischuk og Anish Giri hins vegar. Taflmennskan hefst kl. 14.

Dagskrá átta manna úrslita

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -