Mynd frá Chess24.

Ding Liren vann Hikaru Nakamura í fyrsta einvígi þeirra 2½-1½ í gær. Kínverjinn vann eina skák en öðrum lauk með jafntefli. Spennan var mikil í einvígi Anish Giri og Alexander Grischuk. Öllum skákunum lauk með jafntefli. Þá voru tefldar tvær hraðskákir. Þeim lauk með jafntefli. Næst var komið að bráðbana. Þar hafði Giri svart og dugði jafntefli. Skákinni lauk þannig að bara kóngarnir voru eftir! Anish Giri vann því einvígið án þess að vinna skák!

Til að komast í undanúrslit þar sigur í tveimur einvígjum.

 

Í dag fara fram einvígi á milli Magnúsar Carlsen og Fabiano Caruana annars vegar  og Vladislav Artemiev og Ian Nepomniachtchi hins vegar. Caruana og Artemiev þurfa nauðsynlega að vinna einvígin í dag til að knýja fram þriðja einvígið. Taflmennskan hefst kl. 14.

Dagskrá átta manna úrslita

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -