Mynd: Chess24

Magnús Carlsen og Ian Nepomniachtchi eru komnir í undanúrslit Chessable Masters eftir sannfærandi sigra á Fabiano Caruana og Vladislav Artemiev. Báðir unnu annað einvígið 2½-½, með sama mun og í fyrsta einvíginu. Þeir þurftu því aðeins sex skákir samtals til að komast áfram og ekki er þörf á þriðja einvíginu.

Til að komast í undanúrslit þar sigur í tveimur einvígjum. Í dag fara fram einvígi á milli Ding Liren og Hikaru Nakamura annars vegar  og Anish Giri og Alexander Grischuk hins vegar. Grischuk og Nakamura þurfa nauðsynlega að vinna einvígin í dag til að knýja fram þriðja einvígið. Taflmennskan hefst kl. 14.

Dagskrá átta manna úrslita

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -