Anish Giri tryggði sér keppnisrétt í undanúrslitum Chessable Masters með 3-1 sigri í öðru einvígi hans við Alexander Grischuk. Giri mætir þar Ian Nepomniachtchi. Mikið gekk á í öðru einvígi Hikaru Nakamura og Ding Liren. Þar vann Nakamura sigur eftir bráðabana eftir að hafa jafnað metin með sigri í lokaskákinni í bæði atskákinni og hraðskákinni.

Átta manna úrslitum líkur í dag með þriðja einvígi Naka og Ding. Sigurvegarinn mætir Magnúsi Carlsen í undanúrslitum sem hefjast á  morgun. Taflmennskan hefst kl. 14.

 

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -