Hannes að tafli í Prag. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2542) vann þýska alþjóðlega meistarann Lev Yankelevich (2461) í fjórðu umferð alþjóðlega mótsins í Budejovice í Tékklandi. Fyrsti sigur Hannesar í mótinu. Hannes hefur hlotið 1,5 vinning. Hannes átti leik í þessari stöðu.

23. Reg5! fxg5 24. Rxg5 Tvöföld hótun – svartur verður að verjast máti og gefur til þess hrók. 24…Rf6 25. Rf7+ og hvítur vann nokkru síðar.

Fimmta umferð fer fram í dag. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann Tomas Kraus (2449).

Tíu keppendur, og þar á meðal fjórir stórmeistarar, taka þátt og tefla allir við alla. Hannes er fjórði í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -