Magnús Carlsen tryggði sér í gær sigur á Chessable Masters mótinu með sigri á Anish Giri í öðru einvígi þeirra í gær. Giri þurfti nauðsynlega að sigra til að knýja fram úrslitaeinvígi þar Magnús vann fyrsta einvígið.

Carlsen vann fyrstu skákina en næstu þremur lauk með jafntefli. Í öllum jafnteflisskákunum sótti Giri fast að heimsmeistaranum en náði aldrei að knýja fram sigur.

Næsta mótið í Magnus Carlsen Tour er Legends of Chess sem hefst 21. júlí nk.

Nánar á Chess24.

Beinar útsendingar – hefjast kl. 14

- Auglýsing -