Mynd: Chess24

Magnús Carlsen, Boris Gelfand og Peter Svidler eru efstir og jafnir með 6 stig að loknum tveimur umferðum á Skákgoðsagna-mótinu á Chess24. Magnús vann Vishy Anand, Boris lagði Vassily Ivanchuk að velli og Peter hefði betur gegn nafna sínum Leko.

Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá mætast meðal annars Anand og Kramnik og Carlsen og Leko.

Mótið hefst með því að allir tefla við alla fjögurra skáka atskákeinvígi (15+10). Sigurvegari hvers einvígis fær 3 stig en verði jafnt verður tefldur bráðabani. Komi til bráðabana fær sigurvegarinn 2 stig en sá sem tapar fær 1 stig. Undankeppinni lýkur 29. júlí. Fjórir efstu komast í útsláttarkeppni sem fram fer 31. júlí – 5. ágúst.

Nánar um umferð gærdagsins á Chess24.

Heimasíða mótsins. 

- Auglýsing -