Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson og FIDE meistarinn Dagur Ragnarsson hafa farið best af stað en stórmeistararnir fimm á Íslandsmótinu og leiða einir með fullt hús eftir tvær umferðir. Báðir unnu þeir í dag góða sigra með svörtu gegn stórmeistara.

Kíkju á gang mála í skákum dagsins í engri sérstakri röð!

Bragi Þorfinnsson – Gauti Páll Jónsson

Bragi tefldi aftur 1.e4 gegn Gauta og fékk á sig sikileyjarvörnin aftur og aftur lék hann 2.Rc3. Í þetta skiptið fengum við hinsvegar opna sikileyjarvörn og Gauti valdi Taimanov afbrigðið.

Mistök í byrjuninni kostuðu eiginlega Gauta skákina, hann missti mikilvægt peð og Bragi hafði að auki biskupaparið. Gauti átti í raun aldrei möguleika á að berjast fyrir neinu eftir þessu mistök og Bragi vann öruggan sigur.

Grafið var alltaf hvítum í vil eftir mistökin í byrjuinni.

 

 

Helgi Áss Grétarsson – Björn Þorfinnsson

Björn Þorfinnsson reyndi fyrir sér með “hrað-drottningarindverja”, afbrigði sem Hannes Hlífar og Guðmundur Kjartansson hafa báðir prófað. Björn virtist hinsvegar ekki vera viss hvernig ætti að tefla gegn tilraun Helga að ná miðborðinu og leikirnir …d6 og …b6 í byrjuninni virtust passa illa saman.

Helgi náði hinsvegar ekki að refsa byrjanataflmennsku Björn, ef það var þá hægt á annað borð. Björn komst í miðtafl sem mætti telja týpískt fyrir kóngsindverska vörn en báðir með mennina á óvenjulegum stöðum.

Má segja að skákin hafi verið í dýnamísku jafnvægi en líklega fékk Helgi stöðulega yfirburði þegar hann loks nýtti sér klunnalegan biskup sinn á c2 í uppskipti á riddara svarts. Baráttan var samt mikil eftir það og Björn örugglega nálægt því að skipta sér skiptan hlut en í lengstu skák dagsins hafði Helgi sigur á seiglunni, vel gert hjá honum.

Helgi var aldrei með verri stöðu samkvæmt tölvureiknunum.

 

 

Hjörvar Steinn Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson

Hjörvar stimplaði sig vel inn í mótið með þéttum sigri á Vigni. Hjörvar tefldi drottningarbragð og tefldi hálfgerða Carlsen skák ef svo mætti segja. Hélt stöðuyfirburðum með biskupaparinu og skipti því svo út líkelgast á réttum tíma fyrir vænlegt endatafl þar sem báðir höfðu hrók og samlita biskupa. Betri staðsetning mannanna tryggði svo sigurinn.

Erfið byrjun fyrir Vignir sem hefur fengið tvo þétta andstæðinga með svörtu í fyrstu umferðunum og þeir hafa báðir verið með CAPS upp á 99.5 skv. reiknum Chess.com! Vignir er skv. þessu CAPS skori búinn að fá tvær best tefldu skáksins á móti sér! Vignir mun vafalítið býta frá sér fljótlega!

Aftur fær Vignir á sig allt að vélræna taflmennsku með skori upp á 99.5

 

 

Margeir Pétursson – Dagur Ragnarsson

Margeir tefldi enska leikinn sem ætti ekki að koma neinum á óvart en hann hefur haldið tryggð við þá byrjun lengi. Dagur tefldi klassískt á móti enska leiknum með fjögurra riddara afbrigðinu og upp kom nokkuð þekkt miðtafl úr slíkum byrjunum.

Dagur virtist fá tafljöfnun þegar Margeir fór ekki rétt í peðaframrásir á miðborðinu og loks tók Dagur alveg yfir þegar kall fauk í hafið nálægt tímamörkum.

Vel teflt skák hjá Degi.

Margeir var kominn með betra í miðtaflinu, missti svo þráðinn og vel sést á grafinu þegar hann leikur af sér með dxe5?

 

Þröstur Þorhallsson – Guðmundur Kjartansson

Þröstur bauð upp á sama afbrigði og Bragi beitii gegn Hjörvar í fyrstu umferðinni. Guðmundur hinsvegar breytti útaf með skarpri hugmynd þar sem hann kemur svartreitabiskupnum fyrir á h6 og setur pressu á hvítu stöðuna.

Guðmundur náði yfirhöndinni snemma miðtafl með skemmtilegri brellu þar sem hann kom biskupnum inn fyrir varnir hvíts og þvingaði loks fram vinning á skiptamun. Þröstur náði ekki að finna mótspil og Guðmundur stýrði sigrinum í hús.

Grafið setkkur svörtum í vil eftir mistökin gxf4 og hinn skemmtilega …Bf3

Útsending 2. umferðar

Úrslit 2. umferðar

Staðan eftir 2. umferðir

Dagur og Guðmundur með fullt hús og svo þrír stormeistarar hálfum vinningi á eftir.

Pörun 3. umferðar

Dagur og Guðmundur stýra hvítu mönnunum á morgun. Helgi, Hjörvar og Bragi reyna að koma sér upp töfluna, margar áhugaverðar skákir.

 

- Auglýsing -