Svekktur Magnús eftir að hafa tapað fyrir Nepo eftir að netið hrundi.

Levon Aronian (2773) og Pentala Harikrishna (2732) eru efstir og jafnir á Saint Louis-mótinu í at- og hraðskák sem hófst í gær á Lichess-skákþjóninum. Þeir hafa 5 stig af 6 mögulegum. Magnús Carlsen (2863) lenti í því að missa internet-samband og tapaði á móti Ian Nepomniachtchi (2784) vegna þess. Þeir tveir eru í 3.-4. sæti með 4 stig.

Mótinu verður framhaldið í kvöld kl. 18 með þremur atskákum.

Sjá nánar á Chess.com.

 

Mótið fer fram 15.-19. september. Fyrstu þrjá dagana eru tefldar atskákir (25+5), einföld umferð, þar sem vinningarnir telja tvöfalt. Seinni tvo dagana eru tefld hraðskák (5+3), tvöföld umferð þar sem vinningarnir gilda einfalt.

- Auglýsing -