Mikið af frestuðum skákum Haustmóts TR voru tefldar í fyrradag og gær og hefur staðan töluvert skýrst. Enn eru fjórar ótefldar skákir til staðar (3 í a-flokki og ein í b-flokki) og má gera ráð að þær verði tefldar á morgun. Fimmta umferð Haustmótsins fer fram í kvöld.

A-flokkur

Enn er þremur skákum úr 4. umferð ólokið í a-flokki. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er með fullt hús eftir fjórar skákir. Guðmundur Kjartansson (2466) hefur einnig fullt hús en hann hefur aðeins teflt þrjár skákir. Á inni frestaða skák gegn Sigurbirni Björnssyni (2357)  Helgi Áss Grétarsson (2401) hefur einnig 3 vinninga en hefur teflt fjórar skákir. Bragi Þorfinnsson (2427) er líka í toppbaráttunni en hann hefur 2½ vinning að loknum þremur skákum. Á inni frestaða skák gegn Halldóri Grétari Einarssyni (2258)

Í kvöld mætast meðal annars Bragi og Hjörvar. Guðmundur teflir við Halldór Grétar.

B-flokkur

Þorvarður Ólafsson er meðal efstu manna á Haustmótinu.

Aðeins einni skák í flokknum er ólokið. Lenka Ptácníková (2117), Alexander Oliver Mai (2055) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2111) eru efst með 3 vinninga.

C-flokkur

Batel er efst í opna flokknum.

Í c-flokknu náðist að klárast að allar frestuðu skákirnar. Batel Goitom Haile (1587), sem átti inni tvær frestaðar skákir og vann þær báðar, er efst með fullt hús.

Benedikt Þórisson (1629), Jóhann Jónsson (0), Kristján Dagur Jónsson (1591), Elvar Már Sigurðsson (1712) og Halldór Kristjánsson (1518) eru í 2.-6. sæti með 3½ vinning.

Opni flokkurinn á Chess-Results.

 

- Auglýsing -