Frá Haustmótinu í gær. Bragi hugsar gegn Hjörvari.

Fimmta umferð Haustmóts TR fór fram í gærkveldi. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er efstur í a-flokki Það eru hins vegar konur sem eru efstar í b- og c-flokki. Lenka Ptacníková (2117) í b-flokki og Batel Goitom Haile (1587) í c-flokki.

A-flokkur

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er efstur með fullt hús eftir að hafa lagt Braga Þorfinnsson að velli (2427).

Helgi Áss vann Sigurbjörn

Guðmundur Kjartansson (2466) hefur líka fullt hús en hefur aðeins teflt 4 skákir. Hann vann Halldór Grétar Einarsson (2258) í gær. Helgi Áss Grétarsson (2401) sem hafði betur gegn Sigurbirni Björnssyni (2357) í gær hefur einning 4 vinninga en hefur teflt fimm skákir. Í kvöld verða tefldar þrjár frestaðar skákir úr 4. umferð og þá skýrast línur frekar.

Efstu menn eiga mikið eftir að mætast innbyrðis eins og sjá má í mótstöflu hér að neðan.

Mótstaflan eftir 5 umferðir

B-flokkur

Lenka er efst í b-flokki eftir sigur á Jóhanni.

Lenka Ptácníková (2117) er efst í b-flokki með 4 vinninga en hún vann Jóhann H. Ragnarsson (1952) í gær. Pétur Pálmi Harðarson (2061) sem vann Arnar Milutin Harðarson (1965), og Þorvarður Fannar Ólafsson (2111), sem gerði jafntefli við Benedikt Briem (1951) eru í 2.-3. sæti með 3½ vinning.

Mótstaflan

C-flokkur (opinn flokkur)

Jósef Omarsson vann Hörð í gær.

Batel Goitom Haile (1587) er efst í c-flokki (opnum flokki) með fullt hús. Jóhann Jóhannsson (0) og Halldór Kristjánsson (1518) eru næstir með 4½ vinning.

Röð efstu manna

Opni flokkurinn á Chess-Results.

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi

Myndirnar tók Ríkharður Sveinsson.

- Auglýsing -