Frá stúlknanámskeiði á Akureyri.

Laugardaginn, 19. september sl., stóðu Skákskóli Íslands og Skákfélag Akureyrar fyrir stúlknanámskeiði í skákheimilinu á Akureyri.

Lögð var áhersla á smáleiki (mini-games), sem eru bæði skemmtilegir og þjálfa ýmsa þætti skákarinnar, t.d. að hugsa fram í tímann, peðsendatöfl og einfalda hluti eins og manngang.

Námskeiðið gekk vel og vonandi verður framhald á!

Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir höfðu umsjón um námskeiðinu.

- Auglýsing -