Hjörvar hefur fullt hús eftir sex umferðir. Vann Vignir Vatnar í gær. Mynd: RS

Sjötta umferð Haustmóts TR fór fram í gærkveldi. Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur í a-flokki með fullt hús. Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson hafa 5 vinninga. Gummi á inni eina frestaða skák til góða.  Lenka Ptacníková er efst í b-flokki og Jóhann Jónsson er í forystu í c-flokki (opnum flokki)

A-flokkur

Guðmundur Kjartansson vann Braga Þorfinnsson.

Línur eru farnar að skýrast og ljóst að þrír menn byrjast um sigurinn á mótinu. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579), sem vann Vigni Vatnar Stefánsson (2301) er efstur með fullt hús. Guðmundur Kjartansson (2427), sem lagði Braga Þorfinnsson að velli og Helgi Áss Grétarsson (2401), sem hafði sigur á Halldóri Grétari Einarssyni (2258) hafa 5 vinninga. Guðmundur á inni frestaða skák gegn Sigurbirni Björnssyni (2357) úr fjórðu umferð sem tefld verður á mánudaginn.

Það gerir mótið enn meira spennandi að efstu menn eiga mikið eftir að mætast innbyrðis. Sjöunda umferð fer fram á morgun. Þá mætast Guðmundur og Hjörvar og Helgi Áss og Bragi. Endurtekið atriði úr lokaumferð Skákþings Íslands  frá því um daginn og meira að segja sömu litir!

Mótstaflan eftir 6 umferðir

 

B-flokkur

Lenka vann Gunnar Erik í gær.

Lenka Ptácníková (2117) er efst í b-flokki með 5 vinninga eftir sigur á Gunnari Eriki Guðmundssyni (1801). Pétur Pálmi Harðarson (2061), Gauti Páll Jónsson (2046) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2111) eru í 2.-4. sæti með 4 vinninga. Allir gerðu þeir jafntefli í gær.

Gauti Páll og Pétur Pálmi gerðu jafntelfi og eru í 2.-4. sæti.

Mótstaflan

 

C-flokkur (opinn flokkur)

Jóhann Jónsson er efstur í c-flokki eftir sigur á Batel.

Jóhann Jónsson (0) er efstur með 5½ vinning eftir sigur á Batel Goitom Haile (1587). Batel er í 2.-3. sæti með 5 vinninga ásamt Benedikt Stefánssyni (1455).

Röð efstu manna

Mótið á Chess-Results

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi

Myndirnar tók Ríkharður Sveinsson.

 

- Auglýsing -