Duda vann Carlsen í gær. Mynd: Lennart Ootes/Norway Chess

Það urðu tíðindi á Altibox Norway Chess-mótinu þegar Jan-Krzysztof Duda (2757) gerði sér lítið fyrr og vann heimsmeistarann Magnús Carlsen (2863). Fyrir skákina hafði heimsmeistarinn teflt 125 kappskákir í röð án þess að tapa og það er lengur en 800 dagar síðan hann tapaði fyrir Mamedyarov í Biel í ágúst 2018! Magnús lagði mikið á stöðuna eins og hann gerði á móti Aryan Tari fyrr í mótinu til að freista þess að vinna með svörtu. Að þessu sinni gekk það ekki upp.

Næststigahæsti skákmaður heims, Fabiano Caruana (2828), tapaði einnig en Levon Aronian (2767) lagði hann að velli. Ungstirnið Alireza Firiouzja vann svo Aryan Tari (2633). Enginn bráðabani í gær.

Nánar á Chess24.

Sjötta umferð fer fram í dag og tefla þeir síðari hlutann í öfugri röð miðað við fyrri hlutann. Carlsen teflir því aftur við Duda í dag.

Staðan

Umferðir hefjast kl. 15. Vladmir Kramnik og Judith Polgar eru með skákskýringar.

Fyrirkomulag mótsins

Mótið stendur 5.-16. október. Sex keppendur taka þátt og tefla tvöfalda umferð. Í kappskákinni hafa keppendur klukkustundir á skákina og enginn viðbótartími fyrr en eftir 40 leiki en þá fá keppendur 10 sekúndur á hvern leik. Verði jafntefli verður tefldur bráðabani. Hvítur fær tíu mínútur gegn sjö mínútum svarts. Svörtum dugar jafntefli. Fyrir sigur í hefðbundinni skák eru gefin 3 stig. Fyrir sigur í bráðabana eru gefin 1,5 stig en 1 stig fyrir tap í bráðabana.

- Auglýsing -