Alireza Firouzja er efstur á Altibox Norway Chess mótinu. Mynd: Lennart Ootes.

Taflmennskan á Altibox Norway Chess-mótinu er í senn kröftug og skemmtileg. Blönduð mót með “minni spámönnum” auk ofurskákmanna virðist vera blanda sem virkar miklu betur en bara mót með ofurskákmönnum. Alireza Firouzja (2728) vann Aryan Tari (2633) öðru sinni í sjöttu umferð sem fram fór í gær. Síðari hlutinn speglast af fyrri hlutanum – þ.e. umferðirnar eru tefldar í öfugri röð miðað við fyrri hlutann.

Magnús Carlsen (2863) náði fram hefndum gegn Jan-Krzysztof Duda (2757) og það gerði einnig Fabiano Caruana (2828) gegn Levon Aronian (2767). Enginn bráðabani í gær.

Nánar á Chess.com.

Sjöunda umferð fer fram í dag. Þá mætast Caruana-Carlsen, Firouzja-Aronian og Duda-Tari.

Staðan

Umferðir hefjast kl. 15. Vladmir Kramnik og Judith Polgar eru með skákskýringar.

Fyrirkomulag mótsins

Mótið stendur 5.-16. október. Sex keppendur taka þátt og tefla tvöfalda umferð. Í kappskákinni hafa keppendur klukkustundir á skákina og enginn viðbótartími fyrr en eftir 40 leiki en þá fá keppendur 10 sekúndur á hvern leik. Verði jafntefli verður tefldur bráðabani. Hvítur fær tíu mínútur gegn sjö mínútum svarts. Svörtum dugar jafntefli. Fyrir sigur í hefðbundinni skák eru gefin 3 stig. Fyrir sigur í bráðabana eru gefin 1,5 stig en 1 stig fyrir tap í bráðabana.

- Auglýsing -