Afmælisdrengurinn, Andri Freyr Björgvinsson, er efstur á Haustmóti SA. Mynd: Heimasíða SA

Fjórða umferð Haustmótsins var tefld í gærkveldi. Þar mættust m.a. tveir efstu menn mótsins og hafði sá stigahærri sigur í mikilli baráttuskák sem stóð í hartnær fjóra tíma.  Öll úrslit:

Andri-Sigurður       1-0

Sigþór-Smári         0-1

Stefán-Markús        1-0

Jökull Máni-Brimir   1-0

Tobias-Alexía        1-0

Emil-Gunnar Logi     0-1

Andri – sem hefur titil að verja frá því í fyrra – er nú einn efstur með fullt hús vinninga. Þeir Sigurður, Smári og Stefán koma næstir með þrjá vinninga.

Þessi tefla saman í fimmtu umferð Haustmótsins sem hefst á sunnudag kl. 13.

Andri og Tobias

Sigurður og Stefán

Smári og Jökull Máni

Markús og Sigþór

Alexía og Emil

Brimir og Gunnar Logi

Öll úrslit og stöðuna má sjá á chess-results.

- Auglýsing -