Vignir Vatnar og Hilmir Freyr að tafli í Uppsölum. Mynd: Carl Fredrik.

Alþjóðlega unglingamótið í Uppsölum hófst í gær. Þeir félagarnir Hilmir Freyr Heimisson (2352) og Vignir Vatnar Stefánsson (2313) lögðu mikið á stöðurnar í fyrstu umferð gegn sænsku skákmönnum og virtust í báðir vera í miklum erfiðleikum. Þeir björguðu sér fyrri horn. Svo fór að Vignir vann Adrian Söderström (2168) en Hilmir gerði jafntefli við Leo Crevatin (2181).

Tvær umferðir fara fram í dag og hófst sú fyrri kl. 8. Vignir mætir þar Tékkanum Jachym Nemec (2246) og Hilmir teflir við Zala Urh (2195) sem er alþjóðlegur meistari kvenna frá Slóveníu. Síðari umferð dagsins hefst svo kl. 14.

Bein lýsing Fionu Steil-Antoni og Nils Grandelius er nýhafin. Bein lýsing frá síðari umferð dagsins verður í umsjón Fionu og Harry Schüssler og hefst um kl. 16.

Lýsinguna má nálgast hér: https://youtu.be/RAd3hYHlEUI

- Auglýsing -