Hjörvar er efstur fyrir lokaumferðina. Mynd: GB

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á spennandi Íslandmótií Fischer-slembiskák sem fram fór á Chess.com í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Hjörvar hlaut 9,5 vinninga í skákunum ellefu. Davíð Kjartansson varð annar með 9 vinninga og Guðmundur Kjartansson þriðji með 8,5 vinninga.

Lokastöðuna má nálgast hér

39 keppendur tóku þátt í mótinu sem var afar sterkt.

Aukaverðlaunahafar

Í boði var skákbók eða ársáskrift að New in Chess í samráði við verðlaunahafa. Haft verður samband við þá á næstu dögum.

      • Kvennaflokkur – Liss Acevedo Méndez
      • Öldungaflokkur (+65) – Bragi Halldórsson
      • Unglingaflokkur (u20) – Vignir Vatnar Stefánsson
      • Unglingaflokkur (u16) – Ingvar Wu Skarphéðinsson
      • Unglingaflokkur (u12) – Matthías Björgvin Kjartansson og Birkir Hallmundarson
      • Stigalausir  – Einar Ágúst Árnason

Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Róbert Lagerman voru heppnir útdregnir keppendur (valin með slembiúrtaki!) og fá bókina „Einvígi allra tíma“ áritaða af höfundinum Guðmundi G. Þórarinssyni að gjöf.

- Auglýsing -