Núna kl. 10 hefst fjögurra landa keppni ungmenna í netskák (u16). Tólf fulltrúar landans tefla við fulltrúa Svía, Finna og Norðmanna, sem standa fyrir keppninni. Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með beinar útsendingar.
Í hverju liði eru átta keppendur í opnum flokkum og svo fjórir keppendur úr stúlknaflokki. Íslensku keppendurnir eru staddir í húsnæði Skákskólans.
Opinn flokkur
- Benedikt Briem (1864)
- Gunnar Erik Guðmundsson (1729)
- Batel Goitom Haile (1659)
- Benedikt Þórisson (1642)
- Ingvar Wu Skarphéðinsson (1632)
- Kristján Dagur Jónsson (1597)
- Örn Alexandersson (1584)
- Adam Omarsson (1493)
Stelpuflokkur
- Freyja Birkisdóttir (1456)
- Iðunn Helgadóttir (1338)
- Guðrún Fanney Briem (1229)
- Emilía Embla B Berglindardóttir
Tefld er tvöföld umferð við hinar þjóðirnar. Tímamörkin eru 15+10. Taflmennskan hefst á næstu mínútum og lýkur um kl. 17.